6. leikmenn með yfir 10 stig í sigri á ÍR
Keflavík sigraði í kvöld ÍR í Sláturhúsinu í Keflavík, 110-79 eftir að staðan hafði verið 52-39 í hálfleik.
Keflavík var ekki í vandræðum með ÍR-inga í Sláturhúsinu í kvöld en forustan jókst þó ekki fyrir en þegar 3. mínutur voru eftir af 2. leikhluta. ÍR hefur verið í vandræðum með erlenda leikmenn sína í vetur og í kvöld spilaði Ray Cunningham sinn fyrsta leik með liðinu. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en sprækastir voru Tommy og Anthony en einnig var Jonni vel með á nótunum. Staðan eftir leikhlutan var 24-20 en byrjunarliðið var skipað þeim Anthony, B.A, Tommy, Jonna og Maggi.
Janræði var með liðunum fram undir miðjan 2. leikhluta en þá skipti Keflavíkurliðið um gír. Í stöðunni 39-35 kom 13-4 kafli sem endaði með flautukörfu frá Tommy sem hafði verið mjög góður bæði sókn og vörn. Staðan því 52-39 þegar leikmenn fóru inn í leikhlé.
Gestirnir náðu að minnka muninn niður í 10. stig í þriðja leikhluta en þá kom aftur góður kafla hjá Keflavík sem lítu ekki við eftir það. Staðan eftir þriðja leikhluta var 81-63.
Fjórði leikhlutinn var aðeins formsatriði og fengu allir leikmenn sinn spilatíma. Sigurður Sigurbjörnsson og Sigfús Árnason spilu sinn fyrsta deildarleik fyrir Keflavík en einnig skoraði Sigfús sín fyrstu stig fyrir meistaraflokk.
Mikil breidd er í Keflavíkurliðinu í ár og erfitt að taka einhvern einn út í leik sem þessum. Tommy var að spila mjög vel en fekk sína fjórðu villu í þriðja leikhluta og hafði hægt um sig eftir það. Anthony var einnig góður sem og Jonni, Arnar, Maggi og B.A sem fór í gang í sóknarleiknum í seinnihálfleik.
Stigahæstir voru Tommy 24 stig ( 4/7 í þriggja ), Antony Susjnara 16 stig ( 12. fráköst ), B.A Walker 15 stig, ( 7. stoðsendingar ) Maggi 15 stig, Jonni 12 stig , Arnar 10 stig, Gunni 7. stig, Sigfús 4. stig, Siggi Þ. 4. stig ( 7. fráköst ), Villi 2.stig og Þröstur 1. stig.
Lang bestur hjá gestunum var Hreggviður með 29 stig en nýji leikmaðurinn, Ray skoraði 5. stig