Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 30. október 2006

7. fl. kvenna

7. flokkur kvenna spilaði í fyrstu turneringu vetrarins um helgina.  Mótið fór fram í Grindavík og spiluðu stelpurnar þrjá leiki.

Fyrsti leikurinn var við nágrannana úr Njarðvík. Stelpurnar voru alltaf skrefinu á undan og leiddu í hálfleik 13-6, okkar stelpur unnu svo leikinn 26-18.
Stigaskor: Lovísa Fals 6, Eva Rós 5, Jenný María 4, Ingunn Embla, Thelma Lydía og Kristjana Jóns 2.

Næsti leikur var svo við Íslandsmeistarana úr Grinadvík. Keflavíkurstúlkur voru greinilega engan veginn tilbúnar í þann leik og var staðan eftir 1.leikhluta 12-2 fyrir UMFG. Stelpurnar náðu svo aðeins að klóra í bakkann í 2.leikhluta og staðan í hálfleik var 16-8. En þær komu svo dýrvitlausar í næsta leikhluta og spiluðu góða vörn og náðu að minnka muninn niður í 5 stig. Mikil spenna var í 4.leikhluta og náðu þær að minnka muninn niður í eitt stig með 3ja stigakörfu frá Lovísu en svo skoruðu Grindavíkurstúlkur 3ja stigakörfu og því munurinn aftur orðinn fjögur stig.  Stelpurnar fengu svo fjögur víti í restina en náðum aðeins að setja niður tvö þeirra.  Svo að leikurinn endaði með sigri Grindavíkur 45-43.
Stigaskor: Lovísa Fals 14, Jenný María 8, Eva Rós 7, Ingunn Embla 6, Valgerður og Berglind Líf 4.

Síðasti leikur mótsins var svo við KR. Leikurinn var jafn allan leikinn en yfirleitt voru Keflavíkur stúlkur skrefinu á undan.  Allar stelpurnar fengu að spreyta sig í þessum leik og voru nokkrar að spila sinn fyrsta leik fyrir Keflavík og stóðu þær sig með stakri prýði, við óskum þeim til hamingju með það :) Leikurinn endaði svo með sigri Keflavíkur 34-30.
Stigaskor: Jenný María 11, Lovísa Fals og Oddný María 6, Thelma Hrund og Ingunn Embla 4, Kristjana Jóns 1.