7. flokkur kvenna
Síðustu helgi fóru stelpurnar í 7. fl. kvenna til Njarðvíkur að keppa á 3ja fjölliðamóti vetrarins. Fyrir þessa helgi höfðu Grindavík og Keflavík unnið sitthvort fjölliðamótið og sá sem færi með sigur af hólmi þessa helgi fengi úrslitafjölliðamótið á sínum heimavelli, þannig að það var mikið að keppa að!!!Fyrsti leikur helgarinnar var á móti gestgjöfunum úr Njarðvík. Leikurinn var jafn til að byrja með og greinilegt var að stelpurnar voru smá ryðgaðar, enda var síðasta fjölliðamót í nóvember. En Keflavíkurstelpur sigu framúr í seinnihálfleik og fór með sigur af hólmi 35-21.
Stigaskor: Eva Rós 9, Jenný María 7, Arna Lind 6, Antía Eva 5, Lovísa 4, Thelma Hrund og Ingunn Embla 2.
Næsti leikur var svo við Fjölni. Fjölnir var að keppa í fyrsta skipti í A-riðli og voru flestar stelpurnar í minni-bolta og mikið af efnilegum stelpum þar á ferð. En það var alveg greinilegt með hvaða hugarfar keflavíkurstelpurnar mættu í þennan leik ... vanmat!!! Stelpurnar voru að spila sem einstaklingar í fyrrihálfleik og staðan í hálfleik var 6-4 en í seinnihálfleik tóku þær sig til í andlitinu og fóru að spila eins og lið, eins og þær gera best! Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur 33-15.
Stigaskor: Eva Rós 10, Arna Lind 5, Aníta Eva og Jenný María 4, Lovísa, Thelma Hrund og Oddný 2.
Fyrsti leikurinn á sunnudeginum var við UMFG og vissu stelpurnar að um hörkuleik væri að ræða. Grindavíkurstelpur byrjuðu betur og voru yfir í hálfleik 14-9. Í seinnihálfleik fóru hlutirnir að ganga upp hjá okkar stelpum, þær spiluðu frábæra vörn og ágætis sóknarleik, staðan eftir 3ja leikhluta var 21-22 fyrir UMFG. Seinasti leikhlutinn var æsispennandi og skiptust liðið á að vera með forystuna. En frábær barátta og góð liðsheild skilaði Keflavíkurstúlkum sigri 40-35!!! Frábær frammistaða hjá stelpunum.
Stigaskor: Eva Rós 10, Lovísa 8, Aníta Eva 7, Arna Lind 6, Thelma Hrund 4, Jenný María 3, og Ingunn Embla 2.
Seinasti leikur mótsins var við hávaxið lið KR. Keflavík byrjaði betur og voru yfir í hálfleik 17-4. Allar stelpurnar fengu að spreyta sig í þessum leik og voru að standa sig mjög vel. Leikurinn endaði svo með okkar sigri 36-30!
Stigaskor: Eva Rós 11, Aníta Eva 10, Lovísa 5, Halldóra 3, Thelma Hrund, Ingunn Embla og Guðbjörg 2, Arna Lind 1.
Stelpurnar voru að spila ágætlega um helgina en það sem má bæta eftir þessa helgi er vítahittni, stelpurnar tók 53 víti en hittu aðeins úr 16, sem gerir 30% nýtingu sem er enganveginn nógu gott. En það er þá ljóst að úrslitafjölliðamótið verður í Keflavík helgina 14.-15. apríl.