7. flokkur kvenna Íslandsmeistarar 2010
Keflavíkurstúlkur í 7.flokki kvenna voru taplausar þegar síðasta og jafnframt úrslita fjölliðamót vetrarins fór fram í Toyotahöllinni um helgina.Síðast leikurinn á fjölliðamótinu var hreinn úrslitaleikur við stelpurnar frá Njarðvík þar sem bæði liðin höfðu farið frekar létt með andstæðinga sína. Keflavíkurliðið mætti frekar stressað í þennan leik þrátt fyrir að hafa unnið stórsigur á Njarðvíkurstelpum fyrir u.þ.b mánuði síðan og var jafnræði með liðunum nánast allan leikinn þó svo að Keflavíkurstúlkur hafi ávalt verið skrefi á undan. Njarðvíkurstúlkur náðu að jafna leikinn 19-19 á síðustu sekúndu 3ja leikhluta og spennan í algleymingi, en með miklum dugnaði og eljusemi í 4. leikhluta tókst Keflavíkurstúlkum að snúa leiknum sér í hag og innbyrða 11 stiga sigur 34-23 á góðu liði Njarðvíkur.
Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Laufey Harðardóttir með 9 stig, Kristrún Björgvinsdóttir, Irena Sól Jónsdóttir og Elfa Falsdóttir með 6 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir með 3 stig, Ásta Sóllilja Jónsdóttir og Nína Karen Víðisdóttir báðar með 2 stig.
Leikir helgarinnar fóru eftirfarandi:
Keflavík – Haukar 62-16
Keflavík – KR 42-16
Keflavík – Grindavík 37-11
Keflavík – Njarðvík 34-23
Á heimasíðu stúlknanna eru fullt af myndum frá leikjum helgarinnar
TIL HAMINGJU STELPUR MEÐ ÞENNAN FRÁBÆRA ÁRANGUR!