7. flokkur stúlkna – ótrúlega góðar!
7. flokkur stúlkna spilaði núna um helgina aðra umferð á Íslandsmótinu. Að þessu sinni var leikið í Grindavík. Eins og lokatölur sína þá spiluðu þær frábærlega vel og unnu alla leikina. Þjálfari stúlknanna er Einar Einarsson og honum til aðstoðar er Sigurður Þorsteinsson. Hægt er að skoða myndir frá leikjunum á heimasíðu stúlknanna.Keflavík – Grindavík 55 – 9
Keflavík – Snæfell 63 – 4
Keflavík – Breiðablik 54 – 6
Keflavík – Njarðvík 44 – 18
Glæsilegur árangur!