Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 25. febrúar 2010

7 stelpur frá Keflavík á NM

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða hafa lokið við að velja 12 manna hópa fyrir Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð 12.-16. maí næstkomandi.  Keflavík á þarna 7 leikmenn og koma þeir allir úr stúlknaflokkunum að þessu sinni. 

Þetta eru þær Anita Eva Viðarsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir og Lovísa Falsdóttir sem hafa verið valdar í U16 ára liðið og þær Árný Sif Gestsdóttir, Sigrún Albertsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir sem valdar eru í U18 ára liðið.  Þess má geta að þær Ingunn og Árný eru systur.  

Það er Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari úrvaldsdeildarliðs Keflavíkur sem stýrir U16 stúlkna en þjálfari U18 kvenna er Margrét Sturlaugsdóttir. 

Unglingaráð óskar þessu efnilega afreksfólki til hamingju með áfangann og sendir þeim og öllum íslensku liðunum á NM baráttukveðjur.

Mynd: Lovísa Falsdóttir og Anita Eva Viðarsdóttir fagna Bikarmeistaratiltli með 9.fl. kvenna 1. mars 2009