Fréttir

75% nýting í Domino´s skotinu í TM-Höllinni
Karfa: Hitt og Þetta | 18. mars 2014

75% nýting í Domino´s skotinu í TM-Höllinni

Þrátt fyrir að Keflavíkurstúlkur hafi ekki átt sinn besta dag í gær þegar þær töpuðu fyrir Haukum í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Domino´s deildar kvenna var ýmislegt sem áhorfendur máttu gleðjast yfir. Þannig settu þrír ungir einstaklingar á fót skotsýningu milli leikhluta í svokölluðu Domino´s skoti og er ljóst að sitthvað má læra af þeim en af fjórum einstaklingum sem reyndu fyrir sér hittu þrír. 

Að launum fengu umræddir aðilar, Ásta Sóllilja Jónsdóttir 17 ára, Ingunn Eva Bjarnadóttir 12 ára og Haraldur Sigurðsson 13 ára ársbyrgðir af Domino´s pizzum. Að auki var "kassakastið" framkvæmt í hálfleik og var það ung Keflavíkurmær sem það vann en að launum fékk hún pizzaveislu frá Domino´s. Því miður láðist að ná niður nafni hennar en myndir af krökkunum má sjá hér að neðan í þeirri röð sem þau eru talin upp.