Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 15. apríl 2007

7.fl.kv Íslandsmeistarar!

Stelpurnar í nýjum peysum :)

7. flokkur stúlkna gerði sér lítið fyrir og uðru Íslandsmeistarar í dag.  Þær sigruðu Grindavík í hörku leik 37-24. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 5-4 fyrir Keflavík, og staðan í hálfleik var 9-6 Keflavíkurstúlkum í vil. Í þriðja leikhluta spiluðu stelpurnar frábæra vörn og héldu andstæðingunum í þremur stigum og settu sjálfar niður 13 stig, frábær leikkafli hjá þeim.  Leikurinn endaði eins og fyrr sagði með sigri Keflavíkurstúlkna 37-24 og Íslandsmeistaratitillinn okkar. Það var svo frábær liðsheild og sterkur varnarleikur sem skilaði þessum titli í hús. Stigahæstar í leiknum voru Aníta Eva 9, Eva Rós 8, Lovísa og Jenný 5, Thelma Hrund og Arna Lind 4, og Ingunn Embla 2.

Það var góð stemning í sturtu eftir sigurleikinn!!!
Hinir leikirnir fóru sem hér segir.

Keflavík 37 - KR 23
Stigaskor: Aníta Eva 12, Eva Rós 8, Arna Lind 5, Lovísa og Oddný María 4, Thelma Hrund og Berglind Líf 2 stig.

Keflavík 45 - Njarðvík 29
Stigaskor Eva Rós 16, Lovísa 13, Thelma Hrund 10, Jenný María, Ingunn Embla, og Antía Eva 2 stig.

Keflavík 48 - KFÍ 3
Stigaskor: Aníta Eva 12, Eva Rós 7, Jenný María 6, Kristjana Eir 5, Ingunn Embla og Berglind Líf 4, Lovísa, Sunneva, Guðbjörg og Thelma Hrund 2 stig.