Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 28. nóvember 2006

7.fl.kv vann alla sína leiki um helgina!

7. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki í fjölliðamóti sem fór fram í Keflavík um helgina. Stelpurnar komu mjög ákveðnar til leiks og voru að spila fanta góða vörn og fengu þær mest á sig 22 stig í leik!!!

Keflavík 33 - UMFN 19
Frysti leikur mótsins var við nágrannana úr Njarðvík. Keflavíkurstúlkur voru alltaf skrefinu á undan og unnu leikinn 33-19.
Stig: Lovísa 11, Eva Rós 10, Antía Eva 6, Valgerður, Jenný María, og Berglind Líf 2.

Keflavík 41 - UMFG 22
Næsti leikur var svo við Íslandsmeistarana úr UMFG.  Stelpurnar úr Grindavík byrjuðu betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 7-4, en Keflavíkurstúlkur komstu yfir í öðrum leikhluta 14-12. Keflavík gerði svo út um leikinn í þriðja leikhluta, skoruðu 15 stig gegn aðeins 2 stigum frá UMFG. FRÁBÆR VÖRN hjá stelpunum.  
Stig: Lovísa 15, Eva Rós 8, Ingunn Embla 7, Aníta Eva 5, Thelma Hrund, Jenný María og Kristjana Eir 2.

Keflavík 36 - Sindri 12
Fyrsti leikur á sunnudagsmorgni var við Sindra (Höfn í Hornafirði). Keflavík var mun sterkari í þessum leik og unnu þær 36-12.
Stig: Lovísa 9, Aníta Eva 8, Eva Rós 7, Ingunn Embla 5, Kristjana Eir, Halldóra Guðrún og Sunneva 2, Thelma Hrund 1.

Keflavík 35 - KR 21
Seinasti leikur mótsins var við stelpurnar hans Stebba Arnars.  Enn og aftur voru stelpurnar að spila góða vörn og vannst þessi leikur 35-21
Stig: Aníta Eva 10, Eva Rós 9, Jenný María 6, Berglind Líf og Halldóra Guðrún 3, Thelma Hrund og Kristjana Eir 2.

Heildarstigaskor:
Lovísa 35
Eva Rós 34
Aníta Eva 29
Ingunn Embla 12
Jenný María 10
Kristjana Eir 6
Thelma Hrund 5
Berglind Líf 5
Halldóra Guðrún 5
Valgerður 2
Sunneva 2

Nokkrar stelpur spiluðu svo æfingaleik við UMFG áður en mótið byrjaði á laugardeginum og vann Keflavík auðveldan sigur á UMFG 42- 14.
Stig: Valgerður 10, Halldóra Guðrún 7, Oddný María og Sunneva 6, Guðbjörg og Arna Lind 4, Thelma Lydía 3, Kristjana Eir2.