7.flokkur drengja.
Helgina 25.og 26. febrúar fór fram í Keflavík þriðja fjölliðamótið hjá 7.flokki drengja. Keflavík leikur í A-riðli í þessum flokki ásamt Breiðablik, Tindastól, Njarjðvík og Skallagrím.
Okkar drengir unnu alla leikina í þessu móti. Breiðablik varð í öðru sæti, Skallagrímur í þriðja, Njarðvík í fjórða og Tindstælingar fóru niður um riðil á stigamun, en Njarðvík, Skallagrímur og Tindastóll unnu öll einn leik. Úrslit leikja í riðlinum má sjá á síðu kki.is http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002363.htm
Drengirnir búa sig nú af kappi fyrir fjórða mótið sem fram fer helgina 25.og 26 mars n.k. Það mót verður hreint úrslitamót þar sem sigurvegarar verða krýndir Íslandsmeistarar. Ekki er enn vitað hvar úrslitamótið fer fram.