7.flokkur drengja í 2. sæti
Um helgina var leikið til úrslita í 7.flokki drengja ( 12 ára drengir í 7.bekk gr.sk.) Leikið var í Smáranum á heimavelli Breiðabliks, þar sem Breiðabliksmenn fóru með sigur í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistratitilinn. En áður höfðu bæði Keflavík og Breiðablik lagt Fjölni, UMFN og Skallagrím að velli. Í úrslitaleiknum stóðu leikar jafnir þegar 9 sek. lifðu leiks og náðu Blikamenn að setja 3 víti á þeim tíma og landa sigri. Óskum við Blikadrengjum til hamingju með titilinn sem þeir eru að vinna annað árið í röð, en þeri urðu einnig Íslandmeistarar í minnibolta í fyrra, en þá fór úrsltamótið einnig fram í Smáranum. Þessi tvö lið eru yfirburðalið í þessum árgangi sem stendur, og skilur einungis dagsformið, eða heimvöllurinn á milli þessara liða í dag. Mikið af framtíðarmönnum innanborðs hjá báðum liðum.
Leikir Keflavíkur í mótinu fóru þannig:
Keflavík - UMFN 40-33
Keflavík - UMFS 65-31
Keflavík - Fjölnir 60-46
Keflavík - Breiðablik 37-40
Áfram Keflavík