Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 14. ágúst 2006

8. fl. kvenna Landsmótsmeistari

11 stelpur ásamt þjálfara og fjölskyldum fóru á Unglingalandsmót UMFI á Laugum um verslunarmannahelgina.

Stelpurnar sigursælu sem eru að fara í 8.fl urðu landsmótsmeistarar í aldursflokki 13-14 ára.Þetta var vel heppnað mót og skemmtu allir sér konunglega.  Stelpurnar kepptu einnig í knattspyrnu og stóðu sig bara nokkuð vel miða við að hafa ekkert æft.  Frábært framtak af hálfu þjálfara að hvetja til þátttöku í þessu móti og í raun undarlegt að ekki hafi farið fleirri lið frá Keflavík.  Þess má geta að stelpurnar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð í sínum aldursflokki með sinn frábæra þjálfara Margréti Sturlaugsdóttur.  

Landsmótsmeistarar 2006

Flottir fulltrúar Keflavíkur á Landsmótinu