Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 18. nóvember 2009

8. flokkur kvenna - Íslandsmót

Önnur umferð á Íslandsmóti 8. flokks kvenna var haldin í Grindavík um síðustu helgi. Stúlkurnar úr Keflavík mættu mjög einbeittar í alla leikina.  Þær voru mjög öflugar í vörn og sókn og unnu alla leiki.  Liðið hefur leikið á Íslandsmóti sl. þrjú ár og hefur aldrei tapað leik.  Stúlkurnar hafa æft mikið á þessu ári og fóru í keppnisferð til Boston sl. sumar. 

Keflavík – Breiðablik  59–10
Keflavík – Grindavík  54–8
Keflavík – Fjölnir        54–4
Keflavík – Njarðvík     64–9

Á heimasíðu stúlknanna má finna mikið af myndum frá leikjum helgarinnar.