Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 4. apríl 2006

8. flokkur kvenna stóð sig vel á vormóti í Borgarnesi

 Laugardaginn 1. apríl fóru stúlkurnar í 8.fl. á vormót í Borgarnes.

 

Þrettán stúlkur komu við sögu í öllum leikjunum, og stóðu sig allar rosa vel. Júlíu var skellt í leikstjórnandann, þar sem Aníta og Solla voru að leika með 9.fl. og stóð júlía sig rosalega vel og á eflaust eftir að leika þessa stöðu í framtíðinni. Jóna lék mjög vel og er svakalega efnileg og mikilvæg fyrir liðið. Andrea á einnig auka hrós skilið fyrir mikla baráttu í vörn og einnig skilaði hún nokkrum mikilvægum körfum, t.d. sigurkörfu í framlengingu á móti Fjölni. Annars ætla ég að hrósa öllum stelpunum fyrir frammistöðu sína og hvað þær höfðu gaman. ( Það mættu samt sumar af þeim mæta betur á æfingar þá næðum við ennþá betri árangri ). En svona fóru leikirnir.

 

Keflavík 37 – Fjölnir 35

 

Keflavík 35 – Snæfell 20

 

Keflavík 48 – Skallagrímur 29

 

Stig: Jóna 49, Andrea 17, Íris Ósk 15, Ólöf 11, Katrín 6, Friðgerður 6, Júlía 6, Sigrún 2,

Íris Vals 2, Lísa 2, Ylfa 2, Berglind 2.

 

Áfram keflavík!

 

Kv.Gísli þjálfari.

Stelpurnar ánægðar eftir að hafa sigrað alla þrjá sigra sína á mótinu.

Liðið og Gísli þjálfari að þjappa sér saman:)