Karfa: Yngri flokkar | 9. nóvember 2006
8.fl.ka. úrslit síðustu helgar
Heiðarskóli helgina 4.og 5. nóv. 8. flokkur drengja sigraði með glæsibrag í fjölliðamóti, B riðli, um síðustu helgi. Þeir sigruðu alla sína leiki. Tveir leikir voru spilaðir á laugardeginum og tveir á sunnudeginum.
Strákarnir komu mjög ákveðnir til leiks í þessu móti og voru þeir greinilega staðráðnir í að stoppa stuttvið í B riðli. Fyrsti leikurinn var á móti Ármann/Þrótti. Sá leikur fór 48-22
Næsti leikur var á móti KR og vannst stórsigur í þeim leik, 71-22 Á sunnudeginum var keppt við Val og ÍBV. Leikurinn á móti Val fór 59-29 og leikurinná móti ÍBV fór 59-32.
Gaman var að fylgjast með strákunum á þessu móti. Nú eru þeir aftur búinn að vinnasér sæti í A riðli, þar sem þeir eiga heima.
Nú er bara að æfa vel fyrir næsta mót sem verður eftir áramót.![]()