8.flokkur drengja
Nú um helgina munu drengirnir í 8.flokknum, ásamt Michajlo þjálfara, fara til Ísafjarðar og leika þar þriðja fjölliðamót vetrarins.
Þeir leika í B-riðli og er stefnan sett beint upp í A-riðil. Í síðasta móti lentu okkar drengir í öðru sæti, á eftir þór Akureyri sem að vann úrslitaleikinn í því móti með
ævintýralegri þriggja stiga körfu á lokasekúndu leiksins. Komust Þórsarar þar með upp í A-riðil.
Spennandi verður að sjá hvort drengirnir nái þessu takmarki sínu, því ef það tekst munu nánast allir árgangar hér í Keflavík eiga lið í A-riðlum.
Drengir: 7.9.10 og 11. eru nú þegar í A-riðlum
Stúlkur: MB, 7, og 10. eru nú þegar í A-riðlum
Áfram Keflavík