8.flokkur drengja
8. flokkur drengja (8.bekkur grunnskólans) fór í Þorlákshöfn um helgina og lék fjóra leiki á Íslandsmótinu. Þetta var önnur umferð Íslandsmótsins í A-riðli sem er mjög jafn og skemmtilegur riðill. Ekki gekk þó sem skyldi um helgina þar sem allir leikir okkar töpuðust. Við lékum á móti Fjölni, Grindavík, KR og Þór Þorlákshöfn. Drengirnir leika því í B-riðli þriðju umferðin sem fram fer í Janúar. Að öðrum ólöstuðum var Sigurþór Ingi sá eini drengjanna sem lék af eðlilegri getu alla fjóra leikina, en kappinn skoraði 48 stig í leikjunum fjórum.
Úrlsit leikja í mótinu má sjá hér: (Hér stóð til gera tengil við KKÍ tölfræði síðuna, en þar sem hún er torveld og hið flóknasta mál að finna þá leiki sem maður villa skoða, hvað þá að tengja inn á aðrar síður þegar maður loksins finnur það sem leitað var að. Virkar að öllum líkindum ekki. Er gjörsamlega að gera þennan þjálfara geðveikan hverslags drasl þessi tölfræði síða er)
Tel mig nokkuð tölvulæsan einstakling, en þetta er bara rugl hverslags torf þetta er.
.......en hvað um það þótt síðan sé torveld...það breytir því þó ekki........
..........Áfram Keflavík !.
Sigurþór Ingi.
KR hópurinn með þjálfara sínum Bojan Desnica.