Fréttir

9. flokkur drengja áfram í b-riðli.
Karfa: Yngri flokkar | 24. febrúar 2013

9. flokkur drengja áfram í b-riðli.

Átta drengir í 9. flokki drengja (9.bekkur grunnskólans) héldu í íþróttahús Hauka að Ásvöllum um helgina og léku þriðju umferð Íslandsmótsins. Drengirnir leika í b-riðli og var stefnan tekin á að komast í A-riðil.

Ekki tókst það markmið en drengirnir unnu tvo leiki og töpuðu tveimur. Lið Hauka sigraði alla sína leiki og mun leika fjórða mótið í A-riðli en lið Stjörnunnar vann aðeins einn leik og fór niður í C-riðil þar sem Tindstælingar höfðu innbyrðisviðureign tveggja neðstu liðanna.

Keflavík - Haukar    (7-11 / 13-26 / 17-42 / 32-45)
Haukar leiddu allan þennan leik og unnu nokkuð sannfærandi sigur. 

Lið okkar þessa helgi skipuðu þeir:  (stigaskor í sviga)
Andri Már Ingvarsson (4), Arnór Elí Guðjónsson (1), Arnór Ingi Ingvason (13), Brynjar Bergmann,  Elmar Þór þórisson (9), Halldór Bragi Skúlason (1), Ísak Ólafsson (2),  Reynir Þór Reynisson (2).

Keflavík - Tindastóll.   (11-15 / 32-30 / 49-41 / 64-60)
þessi leikur var jafn frá upphafi til loka en liðin skiptust á hafa forystu þó okkar drengir hafi leitt meirihluta leiksins. Leiknum lauk síðan með fjögurra stiga sigri keflavíkurdrengja eftir harða baráttu Tindstlælinga en lið þeirra hóf veturinn í D-riðli og hafa þeir unnið sig upp í B-riðil og munu leika fjórða mótið þar einnig þar sem Stjörnudrengir fóru niður í C-riðil.

Andri Már Ingvarsson (4), Arnór Elí Guðjónsson (4), Arnór Ingi Ingvason (39), Brynjar Bergmann (5), Elmar Þór þórisson (1), Halldór Bragi Skúlason (4), Ísak Ólafsson (7), Reynir Þór Reynisson.

Keflavík - Stjarnan  (12-11 / 14-29 /29-41 / 44-49)
Leikurinn var jafn í fyrsta leikhlutann en í öðrum leikhluta tókst Keflavíkurdrengjum ekki að koma knettinum í körfuna þrátt fyrir ágæt tækifæri og skoruðu einungis tvö stig allan leikhlutann og því erfiður seinnihálfleikur framundan.  Í þriðja leikhluta tókst Keflavík að minnka muninn lítillega og gerðu svo harða atlögu að Stjörnunni í lokaleikhlutanum sem þó tókst að hanga á forskotinu og sigra leikinn og var þetta eini sigur Stjörnudrengja í mótinu.

Andri Már Ingvarsson (5), Arnór Elí Guðjónsson (2), Arnór Ingi Ingvason (21), Brynjar Bergmann, Elmar Þór þórisson (8), Halldór Bragi Skúlason, Ísak Ólafsson (8), Reynir Þór Reynisson.

Keflavík - Fjölnir  (13-9 / 19-24 / 29-41 / 49-46)
Þennan leik urðu keflavikurdrengir að sigra til að losna alveg við þann möguleika að fara niður í C-riðil sem ekki var á óskalistanum þetta mótið. Okkar drengir byrjuðu af krafti en misstu svo dampinn og Fjölnisdrengir komnir með þægilegt forskot. Í lokahlutanum breyttu keflavíkurdrengir um varnaraðferð og skotinn fóru einnig að detta og náðu drengirnir að sigra þennan leik eftir mikil læti á lokamínútunum.

Andri Már Ingvarsson (5), Arnór Elí Guðjónsson (14), Arnór Ingi Ingvason (16), Brynjar Bergmann (6), Elmar Þór þórisson (6), Halldór Bragi Skúlason, Ísak Ólafsson (2), Reynir Þór Reynisson.