9. flokkur endaði árið í B-riðli.
Ekki gekk nægilega vel hjá drengjunum í 9. flokki um helgina þar sem einn leikur tapaðist og það var nóg til þess að Keflavík situr í B-riðli og mun byrja nýtt ár þar. Drengirnir ætluðu sér vissulega upp úr riðlinum og í A-riðil á meðal fimm bestu liðanna í þessum árgangi en það verður að bíða betri tíma. það góða við helgina var að allir 12 leikmenn léku í öllum leikjunum og skoruðu nánast allir körfu í mótinu, en það hefur verið eitt af markmiðum hópsins að sem flestir komi að stigaskorun í leikjunum.
Stigaskor í sviga.
Keflavík - Fjölnir.
Samkvæmt úrlitum úr fyrri mótum þessara liða, gat þessi leikur orðið nokkurs konar úrslitaleikur um A-riðils sætið. En Keflavíkurdrengir mættu hreinlega ekki til leiks og steinlágu fyrir spræku liði Fjölnis. Leikurinn tapaðist nánast í fyrstu lotu og útlitið um sæti í A-riðli fjarlægara en vonir stóðu til.
Úrslitin í leiknum urðu 51-82 Þar sem staðan eftir leikhlutana var okkur ekki beint í hag. (5-26 / 23-47 / 38-76)
Stigaskor: Arnþór Ingvason (7), Árni V. Karlsson (2), Eiður S. Unnarsson (2), Guðmundur Ólafsson (3), Kormákur Þórsson (1), Kristinn R. Sveinsson (2), Matthías S. Guðnason, Oliver Bjarnason (2), Sigurður G. Loftsson, Sigurþór I. Sigurþórsson (13), Sindri Ólafsson (8), Tryggvi Ólafsson (11)
Keflavík - Breiðablik
Seinni leikur laugardagsins var við heimamenn og umsjónarmenn mótsins. Leikurinn var jafn framan af og Keflavíkurdrengir ekki mikið líkir sjálfum sér. Hittu illa og vörnin hriplek og Blikadrengir sem óðir í sóknarfráköstum sem gerðu okkar drengjum erfiðara fyrir.
Úrslit leiksins urðu þó okkur í hag en úrslitin urðu 64-58. Staðan eftir leikhlutana var eftirfarandi ( 16-12 / 38-34 / 48-41)
Stigaskor: Arnþór Ingvason (17), Árni V. Karlsson (3), Eiður S. Unnarsson, Guðmundur Ólafsson (6), Kormákur Þórsson, Kristinn R. Sveinsson (5), Matthías S. Guðnason, Oliver Bjarnason (3), Sigurður G. Loftsson, Sigurþór I. Sigurþórsson (17), Sindri Ólafsson (7), Tryggvi Ólafsson (6)
Keflavík - ÍR
Fyrri leikur sunnudagsins var gegn ÍR og hafa þeir leikir verið baráttuleikir í vetur þó svo Keflavíkur drengir hafi ekki tapað fyrir ÍR drengjum í allan vetur. Okkar drengir voru ákveðnir í að mæta hressari til leiks en á laugardeginum sem var einn versti dagur okkar í vetur.
Það gekk eftir og áttu ÍR drengir ekki mikinn möguleika í okkar lið í þessum ham. Vörnin allt önnur og hittnin mun betri. Leikurinn vannst 70-37 og var staðan eftir leikhlutana (23-8 / 35-19 / 56-22)
Það sem eftir stóð eftir þennan leik að tveir ungir menn, annar ÍR-ingur, voru reknir út úr húsi fyrir slagsmál í fyrsta leikhluta. Ekki urðu nein átök en þó of langt gengið að mati dómara og vísuðu báðum drengjum á dyr.
Stigaskor: Arnþór Ingvason (9), Árni V. Karlsson, Eiður S. Unnarsson, Guðmundur Ólafsson (22), Kormákur Þórsson (8), Kristinn R. Sveinsson, Matthías S. Guðnason (8), Oliver Bjarnason (7), Sigurður G. Loftsson, Sigurþór I. Sigurþórsson (7), Sindri Ólafsson (2), Tryggvi Ólafsson (7)
Keflavík - Stjarnan.
Lokaleikur mótsins var gegn Stjörnunni, en Keflavík tapaði fyrir Stjörnudrengjum í fyrsta móti vetrarins, sem fram fór á Króknum í haust. Leikurinn var jafn framan af en okkar drengir þó heldur á undan. Í lok þriðja leikhluta var forysta okkar drengja nokkur og ekkert sem benti til að Stjörnumenn hyggðust breyta því, en um miðjan fjórða hlutann höfðu drengirnir minnkað okkar forystu í eitt stig og spennan magnast heldur betur. Keflavík tók leikhlé og réð ráðum sínum og kláraði leikinn með "stæl" og urðu úrslitin 58-39.
Staðan eftir leikhlutana var (11-8 / 25-18 / 35-27)
Stigaskor: Arnþór Ingvason (4), Árni V. Karlsson, Eiður S. Unnarsson (2), Guðmundur Ólafsson (14), Kormákur Þórsson (2), Kristinn R. Sveinsson, Matthías S. Guðnason, Oliver Bjarnason, Sigurður G. Loftsson, Sigurþór I. Sigurþórsson (11), Sindri Ólafsson (17), Tryggvi Ólafsson (8)
Nú er bara fyrir drengina að einbeira sér að keppnisferðinni sem stefnt er á í sumar og síðan að æfa vel fyrir tímabiliið 2012 - 2013
Áfram Keflavík !