9. flokkur í A-riðil
9.flokkur drengja (9. bekkur grunnskólans) lék um helgina aðra umferð Íslandsmótsins hér í íþróttahúsinu í Keflavík. Drengirnir leika í b-riðli og höfðu sett það sem markmið að komast í a-riðil og verða aftur á meðal fimm bestu liða landsins í þessum árgangi.
Fyrsti leikurinn var á móti Stjörnunni sem hafði gert út um vonir drengjanna í fyrstu umferð Íslandsmótsins með öruggum sigri á okkar liði. Drengirnir okkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 16-0 en leikurinn jafnaðist þó út án þess þó að Stjörnumenn kæmust yfir í leiknum. Í hálfleik var staðan 16-7 og lokatölur 41-29 fyrir okkar drengi.
Næsti leikur var á móti Fsu sem höfðu komið upp úr c-riðli og því um nokkuð ójafnan leik að ræða sem við sigruðum nokkuð örugglega þrátt fyrir að jafna leiktíma allra leikmanna okkar liðs nokkuð jafnt. Í hálfleik var stóðu leikar 32-17 og lokatölur urðu 67-31.
Þriðji leikurinn og fyrri leikur sunnudagsins var á móti Tindstælingum frá Sauðárkróki. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en við sigldum hægt og rólega fram úr og var staðan í hálfleik var 30-19 og lokatölur 74-34
Fjórði og síðasti leikurinn var svo á móti Þór/Hamar sem einnig hafði unnið alla sína leiki og því um hreinan úrslitaleik að ræða um sæti í a-riðli. Okkar lið byrjaði af miklum krafti og spilaði vörn með miklum hávaða og látum og komust í 17-3 mjög fljótlega í leiknum. Staðan í hálfleik var 36-28 og lokatölur 78-59 og sæti á meðal fimm bestu liða landsins tryggt.
Lið okkar var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Eiður Unnarsson, Sindri Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Tryggvi Ólafsson, Oliver Bjarnason, Sigurþór Sigurþórsson, Árni V. Karlsson, Arnþór Ingason, Kristinn R. Sveinsson, Dagur Brynjarsson, Kormákur Þórsson og Matthías Guðnason (Meiddur)
Stigaskor okkar manna í leikjunum:
Á móti Stjörnunni: Tryggvi 4, Sindri 15, Sigurþór 4, Guðmundur 6, Kormákur 4, Arnþór 4, Eiður 4 og aðrir minna.
Á móti Fsu.: Tryggvi 16, Sindri 10, Sigurþór 8, Gummi 4, Arnþór 14 og aðrir minna.
Á móti Tindastól: Tryggvi 12, Sindri 22, Gummi 16, Arnþór 12 og aðrir minna.
Á móti Þór/Hamar: Tryggvi 10, Sindri 24, Sigurþór 9, Eiður 6 og aðrir minna.
Til hamingju drengir með þennan árangur.
Áfram Keflavík !
LIð Keflavíkur