Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 12. febrúar 2009

9. flokkur karla fór á sjóinn

9. flokkur karla fór til Vestmannaeyja um s.l. helgi og lék í 3. umferð c-riðils. Farið var frá Keflavík á föstudegi til Þorlákshafnar og Herjólfur tekinn til Eyja.                                                                                       

 

Fyrsti  leikurinn var við Fsu og var sá leikur mjög spenanndi og í járnum fram á síðstu sekúndu. Jói var góður inni í teig og var allt í öllu þar, þó hinir stæðu honum ekki langt að baki. Davíð var góður og skoraði hann sigurkörfuna þegar 5 sekúndur voru eftir og sigraði Keflavík þennan leik með tveimur stigum.

Fsu - Keflavík

44 - 46

Stigaskor Keflavíkur:

Davíð 17 (2/2, 1 þristur), Tómas 12 (2 þristar), Atli Freyr 7 (2/1), Sigurður 5 (1 þristur), Jóhann 4, Logi 1 (2/1), Atli 0 (2/0)

 

Leikur tvö var við heimamenn, ÍBV. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en þriðji leikhluti var slakur og voru dómararnir okkur verulega erfiðir. Fjórði leikhlutinn var okkar en því miður dugði það ekki til.  Davið, Siggi og Tómas voru bestir hjá okkur en allt liðið var að spila góða vörn.

ÍBV - Keflavík

56 - 49

Stigaskor Keflavíkur:

Tómas 15 (3 þristar), Davíð 12, Sigurður 10 (2 þristar), Atli Freyr 6, Atli Dagur 4, Jóhann 4 og Unnar Geir 2.

 

Fyrsti leikur sunnudagsins var gegn Snæfell sem að áliti undirritaðs voru með besta liðið í mótinu.  Leikurinn var jafn fyrstu þrjá leikhlutana. Síðan fór að draga á okkar menn og Snæfell hafði sigur í lokin.  Siggi og Atli voru meiddir og spiluðu lítið í seinni hálfleik. Tómas var bestur í þessum leik en allir strákarnir börðust vel og áttu góðan leik.

Snæfell - Keflavík

52 - 43

Stigaskor Keflavíkur:

Tómas 22 (9/7, 2 þristar), Atli Freyr 8 (2/1, 1 þristur),  Davíð 5 (1 þristur), Sigurður, Unnar Geir, Unnar Þór og Atli Dagur skoruðu allir 2 stig.

 

Síðasti leikur mótsins var gegn liði Breiðabliks. Fyrsti leikhluti var góður, við spiluðum góðan körfubolta og vorum yfir í lok hans 20-19. Annar leikhluti var einnig fínn,  vörnin góð og við yfir í hálfleik 45-31. Síðan kom þriðji leikhluti þar sem við gátum ekki neitt og þeir skoruðu m.a.10 stig í röð. Staðan eftir hann var 51-50 fyrir Blika. Fjórði leikhluti byrjaði á því að þeir skoruðu 5 stig í röð. Við spiluðum þó vel eftir það og minnkuðum muninn í 2 stig. Vondur kafli í restina gerði þó út um leikinn fyrir okkur og þurftum við að játa okkur sigraða með aðeins einu stigi.

Breiðablik - Keflavík

67 - 66

Stigaskor Keflavíkur:

Sigurður 16 (4 þrista), Atli Freyr 15 (1 þristur),  Tómas 15 (4/1, 2 þristar), Davíð 14 (4/4), Jóhann 4 og Atli Dagur 2 stig.

 

Við yfirgáfum Vestmannaeyjar klukkan 16:00 á sunnudeginum eftir að hafa endað ferðina í vöfflum hjá Ernu Þorsteins.                                                                                                                           

Kveðja  Jón I Guðbrandsson