Fréttir

9. flokkur körfu á leið erlendis
Karfa: Yngri flokkar | 22. júní 2012

9. flokkur körfu á leið erlendis

Fyrir margt löngu tók unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þá ákvörðun að framvegis skyldu krakkar sem léku í 9. flokki, sem er 9. bekkur grunnskólans, sækja æfingabúðir eða mót erlendis. Það tryggði að allir iðkendur fengju að fara alla vega eina keppnisferð í sínum yngriflokkaárum.  Unglingaráðið tryggir síðan þessum hóp ákveðnar fjáraflanir sem foreldrar fá að sjá um og rennur afraksturinn í ferðir unglingana. Oft gengur á ýmsu við þessar fjáraflanir en þetta árið hefur þetta gengið ótrúlega vel.

Skipuleggjendur fjáraflana og aðrir foreldrar krakkanna eiga hrós skilið fyrir frábært starf í vetur við að afla fjár til ferðalagsins og ótrúlegustu hugmyndir orðið að veruleika sem gefið hafa pening.
Mikill dugnaður og samtaða þar á ferð.

Þessa stundina eru körfuboltadrengir og stúlkur fædd 1997 á Lor de Mar á Spáni að taka þátt í Eurobasket móti sem þar fer fram. Lor de Mar er staðsett um 60 km. norður af Barcelona og flaug hópurinn þangað í vikunni. Krakkarnir munu vera, ásamt þjálfurum, fararstjórum og einhverjum slyng af mömmum, í um 8 daga á mótinu. Hluti hópsins verður eitthvað lengur á Spáni en flestir koma heim 30. júní. Krakkarnir hafa lítið slegið slöku við frá því að Íslandsmótið kláraðist í vor og æft vel og stefna hátt þó lítið sé vitað um verðandi andstæðinga í Spánarlandi.

Áfram Keflavík !