Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 31. október 2010

9. flokkur kvenna - góðar á Sauðárkróki

Fyrsta umferð í Íslandsmóti vetrarins var á Sauðarkróki sl. helgi.  Þetta var í fyrsta skiptið sem þessi hópur fer út fyrir stór-Reykjavíkur svæðið í keppnisferð og var því mikill spenningur í hópnum.  Vegna veðurútlits var ákveðið að fara af stað kl. 15:00 á föstudeginum á tveimur 9 manna bílum til að vera komin á leiðarenda áður en hvessti.  Mikil stemning var alla leiðina, græjurnar hafðar í botni og sungið með.  Greinilegt er að mikið er til af góðri rapptónlist þar sem mikið er lagt uppúr afar vönduðum textum. 

Fyrsti leikur á laugardeginum var við Breiðablik.  Stúlkurnar byrjuðu af krafti og var staðan  30-0 eftir fyrsta leikhluta.  Úrslit leiksins urðu 78-12 fyrir Keflavík.  Allar stúlkurnar spiluðu frábæran körfubolta. 

Seinni leikurinn á laugardag var við Grindavík.  Stúlkurnar spiluðu frekar letilega og mörg layup rötuðu ekki ofan í.  Leikurinn endaði samt á þann veg að Keflavík vann 59 – 33.

Snemma á sunnudagsmorgun (08:00) spiluðu stúlkurnar við Njarðvík.  Frekar jafnt var á tölum í fyrsta leikhluta en síðan vaknaði okkar lið og kláraði leikinn með stæl 67 – 38.

Síðasti leikur helgarinnar var við heimamenn í Tindastóli.  Tindastólsstúlkur eru að spila í fyrsta skipti í A riðli og áttu engin svör við hröðum bolta okkar stúlkna. Leikurinn endaði 84 -20 fyrir Keflavík.

Stúlkurnar spiluðu eins og ævinlega  mjög öflugan sóknar- og varnarleik.  Það kom vel fram í ferðinni hversu samheldinn hópur þetta er og ekki var annað að sjá en að allar skemmtu sér mjög vel. 

Fræbært hjá ykkur stúlkur.  ÁFRAM KEFLAVÍK