Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 29. nóvember 2011

9. flokkur stúlkna, 2. umferð Íslandsmóts

Önnur umferð Íslandsmóts hjá 9. flokki stúlkna fór fram helgina 26. – 27. nóvember en leikið var í Toyota höllinni í Keflavík. 

Fyrri leikur á laugardag var við KR og Keflavíkurstúlkur unnu 48 – 24.  Seinni leikurinn var við UMFN og vannst sigur 38 – 19.
Á sunnudag var fyrst leikið við Grindavík og vannst sigur 48 – 17.  Seinni leikurinn var við Hauka og vannst hann einnig 64 – 33. 

Keflavíkurstúlkur hafa æft stíft það sem af er vetri og það skilaði sér um helgina. Eftir tvær umferðir á Íslandsmótinu er stúlkurnar taplausar, hafa unnið alla 8 leikina.  Ekki verður leikið meira á þessu ári en eftir áramótin verða leiknar 2 umferðir í viðbót og svo úrslitamót. Einnig munu stúlkurnar hefja leik í bikarkeppninni.  Fram að þeim tíma verður tíminn notaður til frekari æfinga til að mæta sem best undirbúinn fyrir komandi átök á árinu 2012.

Glæsilegur árangur hjá ykkur stúlkur – áfram Keflavík