9. flokkur stúlkna, 5 leikir 5 sigrar
Bikarleikur
9. flokkur stúlkna spilaði sinn fyrsta bikarleik sl. fimmtudag. Leikið var í Rimaskóla á móti Fjölni. Stúlkurnar mættu heldur betur tilbúnar í leikinn, spiluðu frábærlega og unnu leikinn 72-17.
Íslandsmót
Eftir góða upphitun á bikarleiknum mættu stúlkurnar sjóðheitar til Grindavíkur um helgina til að spila 2. umferð á Íslandsmótinu.
Fyrsti leikurinn á laugardeginum var á móti heimastúlkum í Grindavík og gjörsigruðu okkar stúlkur leikinn 99-33. Stelpurnar voru grátlega nálægt því að brjóta langþráðan 100 stiga múrinn í leiknum og var mikil spenna í blálokin þegar við fengum 2 vítaskot til rjúfa múrinn en ofaní vildi boltinn ekki í þetta sinn.
Næsti leikur var gegn Tindastól og þar náðu stelpurnar loksins markmiði sínu og náðu að rjúfa 100 stiga múrinn. Stelpurnar skoruðu 10 stig á innan við mínútu í 4. leikhluta og var mikið fagnað í leikslok þegar markmiðinu var náð. Leikurinn endaði 101-27.
Fyrsti leikurinn á sunnudeginum var svo á móti Haukum. Stelpurnar voru ekki alveg vaknaðar í fyrsta leikhluta en náðu sér svo á strik þegar leið á leikinn. Bríet skoraði frábæra flautukörfu frá miðju og innsiglaði þar með öruggan 88-26 sigur á móti Haukum.
Fjórði og síðasta leikurinn var á móti erkifjendunum í Njarðvík. Okkar stelpur komu mjög grimmar til leiks og gáfu Njarðvíkur stelpunum engan frið, spiluðu grimma vörn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og sigruðu leikinn örugglega með 68 stigum gegn 36.
Stelpurnar voru félaginu til mikils sóma um helgina bæði innan sem utan vallar, spiluðu frábæran körfubolta og var mikil og góð stemmning í hópnum utan vallar.
Takk stelpur fyrir frábæra helgi.