9.flokkur drengja
9. flokkur drengja ( 9.bekkur grunnskólans ) hélt í Seljaskóla að taka þátt í þriðju törneringu vetrarins laugardaginn 24 feb.
Mættir voru Kristján Þór, Eðvald, Gísli, Jeremy,Guðjón, Sigurður Vignir og Andri Skúla.
Strákarnir mættu vel stemdir til leiks og sigruðu Þór frá Þorlákshöfn 61-44.
Stigaskor: Gísli 12 stig, Guðjón 10, stig Eðvald 6 stig, Andri 17 stig, Kristján Þór 8 stig, Siggi 6 stig, Jeremy 2 stig.
Næsti leikur var á móti 'IR og var sama stemmingin í þeim leik og sigruðum við 63-36 þrátt fyrir mikil villuvandræði í lokin.
Stigaskor: Gísli 10 stig, Guðjón 10 stig, Jeremy 8 stig, Eðvald 23 stig, Siggi 2 stig, Kristján Þór 2, Andri 8 stig.
Síðan var farið í heita pottin að loknum erfium degi.
Vaknað var kl 6 á sunnudaginn og haldð af stað í seinni hluta mótsins. Fyrsti leikur á móti KR og það kl. 08:00 að morgni. Þar sigruðu okkar drengir 43-36 í hörku leik Stigaskor: Gísli 11 stig, Guðjón 4 stig, Kristján Þór 5 stig, Eðvald 11 stig Jeremy 4 stig, Andri 8 stig.
Síðasti leikurinn var á móti Hetti frá Egilstöðum og var þar greinilega sterkasta liðið á ferð. Okkar drengir héldu uppteknum hætti og sigruðu 66-59 eftir framlengingu þar sem Höttur hafði jafnað á með ævintýralegri 3ja stiga körfu
Stigaskor: Gísli 2 stig, Kristján Þór 17 stig, Siggi 4 stig, Eðvald 15 stig, Andri 15 stig, Guðjón 7 stig, Jeremy 6 stig og spila drengirnir því í B riðli næst eftir óþægilega ferð niður í C riðill.
Áfram Keflavík
Smári Helgason