Actavis býður á bikarleikinn og sætaferðir fríar
Actavis ætlar að bjóða öllum stuðningsmönnum Keflavíkur á bikarúrslitaleikinn sem fram fer á laugardaginn kl.14.00. Andlitsmálning verður í boði fyrir krakkana og fríar sætaferðir frá íþróttahúsinu við Sunnubraut. Aðeins er hægt að nálgast miða í Keflavík, ekki á leikdegi í Laugardalshöll.
Þetta er stór dagur fyrir stelpurnar því bikarúrslitaleikurinn er skemmtilegasti leikur tímabilsins. Liðin eru mjög jöfn að getu og því mun dagsformið og sigurviljinn ráða úrslitum. Stuðningur skiptir einnig gríðalegu máli í svona leikjum og oft er sagt að góðir stuðningsmenn séu sem sjötti maður á vellinum.
Svona er dagskráin fyrir laugardaginn:
11.00 Stuðningsmenn hittast í íþróttahúsinu við Sunnubraut
11.05 Andlitsmáling í boði fyrir börnin
12.30 Rúturnar leggja af stað á leikinn
14.00 Úrslitaleikur Keflavíkur og Hauka hefst
17.00 Rúturnar komnar til baka í Keflavík