Actavismót Hauka
Actavismót Hauka fór fram um síðastliðna helgi í Haukahúsinu í Hafnarfirði . Að þessu sinni sendi körfuknattleiksdeild Keflavíkur 8 lið, á aldrinum 7 til 9 ára bæði stelpur og stráka. Á mótinu voru leiknir 3 leikir á lið og til að gera langa sögu stutta, þá var mikið fjör hjá öllum iðkendum.
Þessir krakkar hafa tekið miklum framförum í vetur og hafa mikla leikgleði, sem lofar góðu upp á framhaldið.
Vill ég vekja athygli á einu, það er hægt að nálgast myndir frá mótinu á heimasíðu Hauka. Hér er slóðin: http://www.haukar.is/karfa
Stefnt er að því að taka þátt í Póstmótinu í Kópavogi helgina 24-25 janúar 2009.
Ég vill þakka kærlega fyrir helgina, foreldrum sem og iðkendum:-)
KV. Jón I Guðbrandsson