Aðeins sex þjálfarar hafa orðið Bikarmeistarar með Keflavík
Kvennaliðið á 10 Bikarmeistaratitla og karlaliðið 3. Samtals gerir þetta 13 stykki á 15 árum, en þjálfararnir sem staðið hafa á bak við þessi lið eru einungis 6. Það má útskýra með því að þeir Sigurður Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason hafa verið við stjórnvölinn bæði hjá konum og körlum og báðir afar sigursælir. Þetta endurspeglar líka þá stefnu félagsins að halda tryggð við góða þjálfara. Skoðum þjálfaralistann:
- Sigurður Ingimundarson, 5 Bikartitlar (4 kvenna og 1 karla)
- Jón Kr Gíslason, 4 Bikartitlar (2 kvenna og 2 karla)
- Anna María Sveinsdóttir, 1 Bikartitill (kvenna)
- Falur Harðarson, 1 Bikartitill (kvenna)
- Jón Guðmundsson, 1 Bikartitill (kvenna)
- Kristinn Einarsson, 1 Bikartitill (kvenna)
Heimild: Siggi Valla
Þjálfarar beggja liða okkar á laugardaginn hafa þegar unnið titilinn og því mun listinn ekki lengjast, hvernig svo sem leikirnir fara, en þau Sigurður og Anna María eiga möguleika á að bæta við safnið!