Adrian Henning farinn heim
Adrian Henning sem lék með okkur í Evrópukeppninni í ár fór af landi brott í dag. Henning var fenginn til liðsins til að styrkja leikmannahópinn í Evrópukeppninni. Ekki átti hann neina stórleiki, en átti þó sinn besta leik á Finnunum hér heima. Hann átti nokkur skemmtileg tilþrif sem glöddu augað. Td þetta. Adrian var að sögn á leið í æfingabúðir í sínu heimalandi og óskum við honum góðs gengis og þökkum honum samstarfið.
Hægt er að skoða nokkur ný myndbrot hér
Mynd úr leiknum við BK Riga.