Æfingahópar yngri landsliða
Nú hafa verið valdir næstu æfingahópar yngri landsliða KKÍ. Við eigum í Keflavík þar nokkra fulltrúa úr yngri flokkunum okkar. Við erum auðvitað afar stolt af þeim einstaklingum sem hafa verið valdir að þessu sinni sem og okkar öllum iðkendum sem sýna það á hverri æfingu að þau eru að leggja sig fram.
U15 kvenna
Ásdís Elva Jónsdóttir · Keflavík
Hanna Gróa Halldórsdóttir · Keflavík
Kamilla Anísa Aref · Keflavík
Stella María Reynisdóttir · Keflavík
U15 drengja
Dagur Stefán Örvarsson · Keflavík
U16 kvenna
Erna Ósk Snorradóttir · Keflavík
Fjóla Dís Færseth · Keflavík
Ragnheiður Steindórsdóttir · Keflavík
U18 kvenna
Agnes María Svansdóttir · Keflavík
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Um er að ræða um 20 manna hópa hjá eldri liðunum og svo 24 manna hjá U15 liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 4.-6. mars og í kjölfarið eftir þá helgi verða 16 manna og 18 manna lokahópar valdir fyrir verkefni sumarsins.
Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika landsleiki gegn Finnum. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2022 með Norðurlöndunu og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig.