Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 12. september 2010

Æfingamótinu í Danmörku lokið

Karla- og kvennalið Keflavíkur luku þáttöku sinni á æfingamótinu í Danmörku í dag, en hvorugt liðið náði að landa sigri á mótinu.

Í dag töpuðu strákarnir fyrir dönsku meisturunum í Svendborg, en lokatölur leiksins voru 83-71. Valentino Maxwell skoraði 22 stig, Hörður Axel 14, Gunni Einars 12 og Siggi Þorsteins 12.

Stelpurnar töpuðu í dag eftir framlengdan leik, en mótherjar þeirra voru Ulriken Elite. Þær lentu í 2. sæti í norsku deildinni í fyrra. Lokatölur leiksins voru 61-58. J. Adamshick var með 17 stig og 24 fráköst, en hún er að koma feykisterk inn í fyrstu leikjum liðsins og lofar góðu. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Marín skoraði 5 stig, tók 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Ingibjörg Jakobs skoraði 4 stig, Hrund 2 stig og 6 fráköst. Pálína tók 5 fráköst, 4 stolnir boltar og 2 stoðsendingar.

Þá er æfingamótinu lokið og ljóst að enginn sigur hafðist. Engu að síður er bæði lið reynslumeiri eftir mótið heldur en þau voru fyrir það. Þetta á eflaust eftir að styrkja bæði lið í komandi baráttu á leiktíðinni.

Áfram Keflavík!