Æfingatafla og skráning tímabilið 2019-2020
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er komin út, ekki er þó ólíklegt að hún geti tekið einhverjum breytingum að fenginni reynslu en þær breytingar munu koma fljótt í ljós eftir að æfingar hefjast og er því taflan birt með fyrirvara um breytingar.
Æfingar hefjast skv töflu mánudaginn 2. september og tökum við vel á móti núverandi iðkendum og bjóðum nýja iðkendur sérstaklega velkomna. Töfluna og þjálfara flokka má nálgast hér.
Skráning iðkenda:
Skráning iðkenda fer fram í gegnum Nóra skráningarkerfið og þurfa allir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að vera skráðir. Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 28.8.2019. Leiðbeiningar um skráningu má sjá hérna .
Nórakerfið er hægt að nálgast á slóðinni https://keflavik.felog.is/
Æfingagjöld 2019-2020
Æfingagjöld eru sem hér segir veturinn 2019-2020 og er æfingatímabilið frá byrjun september 2019 til júní 2020:
Minnibolti 6-7 ára : 47.500 kr
Minnibolti 8-9 ára : 54.500 kr
Minnibolti 10-11 ára : 60.000 kr
7. - 8. flokkur : 64.000 kr
9. flokkur og eldri : 68.500 kr
Veittur er systkinaafsláttur og er hann 15 %.
Við fyrstu skráningu iðkanda að hausti fær iðkandi búning frá Barna og unglingaráði Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur honum að kostnaðarlausu.
Hægt er að velja um greiðslu með kreditkorti eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Boðið er uppá að skipta greiðslum niður í allt að 7 greiðslur.
Leiksskólahópur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Verður auglýst síðar.
Hlökkum til að sjá sem flesta í salnum enda stefnir í frábæran körfuboltavetur!
Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur