Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 6. september 2010

Æfingatafla og þjálfarar

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er komin á heimasíðuna undir hlekknum Æfingatafla. Hún tekur gildi frá og með mánudeginum 6. september.

ATH að iðkendum í 8. bekk og eldri verður samkvæmt æfingatöflunni boðið upp á aukaæfingar tvo morgna í viku frá kl. 6.40-7.30. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá iðkendur sem vilja leggja aukalega á sig til að hámarka sinn árangur.  Þessar æfingar byrja þó ekki fyrr en upp úr miðjum september og verður þeim sem hafa áhuga á alveg að kostnaðarlausu. Morgunæfingarnar verða kynntar betur á heimasíðunni um miðjan mánuðinn.

Þeir iðkendur sem enn eiga eftir að innrita sig, geta nálgast skráningarblöð á æfingu hjá viðkomandi þjálfurum eða sótt það hér, fyllt það út og komið í hendurnar á viðkomandi þjálfara. Enn betra er að skanna blaðið á pdf eða jpeg og senda í tölvupósti á sveinn@svei.is 

Það geta allir sem vilja mætt á æfingar í hvaða flokki sem er, þó ekki hafi verið gengið frá skráningu. Fyrir suma nýja iðkendur getur verið nauðsynlegt að prófa nokkrar æfingar áður en viðkomandi finnur hvort karfan sé eitthvað fyrir hann/hana og við veitum að sjálfsögðu öllum slíkan aðlögunartíma. Um leið viljum við bjóða alla nýja iðkendur hjartanlega velkomna og minnum á að nýir iðkendur sem skrá sig í körfu, fæddir árið 1999 og síðar, fá búningasett að gjöf frá félaginu. Einnig mun öðrum iðkendum gefast kostur á að kaupa nýjan búning ef þeir þurfa. Fyrirkomulag búningapantana verður kynnt á heimasíðunni von bráðar og einnig munu þjálfarar flokkanna geta miðlað þeim upplýsingum til iðkenda og foreldra.

Þjálfarar yngri flokka Keflavíkur tímabilið 2010-2011 verða:

Stúlkur:

1.-4. bekkur - Helena Jónsdóttir

5.-6. bekkur - Björn Einarsson

7.-10. bekkur - Jón Guðmundsson

Stúlknaflokkur - Jón Halldór Eðvaldsson

Drengir:

1.-2. bekkur - Elentínus Margeirsson

3.-4. bekkur - Gunnar Stefánsson

5.-6. bekkur - Björn Einarsson

7. bekkur - Gunnar Stefánsson

8. bekkur - Guðbrandur Stefánsson

9.-11. bekkur - Pétur Guðmundsson (9. bekkur æfir með 10. og 11. flokk en Guðbrandur stýrir 9. flokki í mótum þar sem 8. flokkur fyllir flokkinn með þeim)

Drengja- og Unglingaflokkur - Einar Einarsson

Einnig munu fleiri þjálfarar koma við sögu sem aðstoðarþjálfarar fjölmennustu í flokkunum, s.s. Einar Einarss, Hörður Axel og fl.

Netföng og símanúmer þjálfara er hægt að nálgast á heimasíðunni undir hlekknum Þjálfarar yngri flokka . Mótayfirlit yngri flokka er hægt að nálgast á sama stað undir hlekknum Mótaplan yngri flokka

Félagsmót í minnibolta eru haldin fyrir þá iðkendur sem ekki eru gjaldgengir í Íslandsmót. Þjálfurum Keflavíkur er í sjálfsvald sett hvaða mót þeir sækja,  með þeirri undantekningu að þeir verða að sækja minnst fjögur mót á tímabilinu. Þrjú þeirra eru að eigin vali en þátttaka á Nettómótinu 5.-6. mars er skylda allra okkar iðkenda sem fæddir eru 2000 og síðar. Yfirlit yfir þau félagamót sem á dagskrá eru í vetur má sjá hér.