Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 1. september 2011

Æfingataflan er klár - Ert þú búin að skrá þig ?

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er klár og hana má nálgast hér

Full dagskrá hefst eftir æfingatöflu félagsins n.k. mánudag, 6. september.

Við biðjum samt foreldra sem iðkendur að fylgjast vel með, því breytingar geta orðið á töflunni með litlum fyrirvara meðan vetrardagskráin er að slípast. Ef tafla breytist, verður sett um það tilkynning á heimasíðu félagsins www.keflavik.is/karfan

Lista yfir þjálfara yngri flokka má nálgast á sömu síðu undir hlekknum; "Þjálfarar yngri flokka" og verða þeir nánar kynntir til sögunnar á komandi vikum.

Skráningar eru með nýjum hætti hjá félaginu og nú skrá allir forráðamenn sín börn sjálfir rafrænt á slóðinni  https://keflavik.felog.is/  (einnig hlekkur á forsíðu) og ganga jafnframt frá greiðslum á sama stað. ATH. að einungis er hægt að greiða með kreditkorti við rafræna skráningu.  Ef einhverjir foreldrar þurfa nauðsynlega að nota annan greiðslumáta verða viðkomandi að senda Sveini Björnssyni, gjalkera Barna- og unglingaráðs,  tölvupóst á sveinn@hnh.is 

Leiðbeiningar varðandi rafræna skráningu má nálgast hér

Æfingagjöld deildarinnar voru hækkuð að meðaltali um 3,65% fyrir þetta tímabil en þau höfðu staðið óbreytt í um fimm ár fram að þeim tíma. Afsláttur til systkina er þó óbreyttur, 50% fyrir öll yngri systkini elsta iðkandans. 

Við erum stolt af því að geta boðið upp á frábæra þjálfun & félagsskap í einhverri skemmtilegustu íþróttagtrein sem völ er á, fyrir upphæð sem engin önnur deild innan Íþrótta-og ungmennafélags Keflavíkur getur boðið fyrir sambærilega dagskrá. Auk þess fá allir nýjir iðkendur innan okkar raða frítt búningasett frá félaginu þegar þeir hafa gengið frá sinni skráningu.

Við hvetjum öll þau börn og unglinga sem gætu haft áhuga á að prófa körfubolta að mæta á næstu æfingu og láta reyna á það hvort þetta sé eitthvað sem uppfyllir þeirra væntingar.

Við trúum því að svo sé.

Verið velkomin

Barna- og unglingaráð KKDK