Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 1. september 2009

Æfingataflan nálgst

Vinna við nýja æfingatöflu Körfuknattleiksdeildar er vel á veg komin og verður komin á heimasíðuna á miðvikudagskvöld eða fimmtudag.  Enn á deildin þó eftir að fá staðfestingu á nokkrum tímum frá þeim sem fara með málin fyrir hönd bæjaryfirvalda.  Formlega mun æfingataflan taka gildi frá og með n.k. mánudegi og er eitt og annað sem veldur því. Ljósanæturhátíðin setur strik í reikninginn þar sem Akademían er í notkun vegna hátíðahaldanna og Reykjanes Cup Invitational leggur undir sig Toyota höllina bæði fimmtudag og föstudag.  Það eru þó allir eldri flokkarnir komnir á fulla ferð en 1.-5. bekkur stúlkna og 1.-8. bekkur drengja hefja fyrst æfingar samkvæmt töflunni frá og með mánudegi sem fyrr segir.