Fréttir

Æft á fullu fyrir Nettómótið
Karfa: Unglingaráð | 21. janúar 2013

Æft á fullu fyrir Nettómótið

Keflavik.is leit við á æfingu í dag í Heiðarskóla hjá stelpunum í 1. og 2. bekk í körfu.  Þjálfari þeirra er Helena Jónsdóttir en um 20 stúlkur voru mættar á æfingu.  Stelpurnar voru einbeittar við að að rekja boltann ásamt fleiri grunnatriðum í körfuboltans.  Í vetur hafa stelpurnar tekið þátt í þremur mótum en það eru Orkumót KR, Jólamót ÍR og Aktavismótið hjá Haukum.  Helena sagði að stelpunar væru búnar að vera rosalega duglegar í vetur en þær æfa tvisvar í viku.  Nú styttist í Nettómótið en það verður haldið 2. og 3. mars nk.   Stelpurnar eru orðnar spenntar fyrir mótið og hlutirnir eru teknir alvarlega. Helena sagði að mamma einnar stelpurnar hafi sagt henni frá því í síðustu viku að hún hefði ætlað með dóttur sína í Reykjavík eftir skóla, en dóttirn var nú fljót að segja álit sitt á því.  Það kæmi sko ekki til greina að hún færi að missa af æfingu þar sem nú væri orðið svo stutt í Nettómótið.