Æsispennandi lokamínútur í Drengjaflokki í kvöld
Keflvíkingar mættu liði Breiðabliks í Drengjaflokki í kvöld í A-riðli Íslandsmótsins og fór leikurinn fram í Toyota höllinni.
Keflvíkingar höfðu oftast frumkvæðið í leiknum en munurinn var aldrei mikill á liðunum. Í hálfleik hafði Keflavík fimm stiga forskot sem þeir náðu að halda lengst af í síðari hálfleik en þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka náðu Blikar að jafna leikinn og komust síðan einu stigi yfir. Þessi háspenna hélst síðan allt til leiksloka og sigurinn hefði í raun getað dottið hvoru megin sem var, en guðirnir voru blessunarlega Keflavíkurmegin í þetta skiptið og drengirnir lönduðu eins stigs sigri 76-75 og styrktu fyrir vikið stöðu sína í öðru sæti riðilsins.
Liðsheildin var góð í kvöld og skorið dreifðist prýðilega á milli þeirra sem komust á blað:
Ragnar Gerald 18 stig (hélt skorinu á floti á mikilvægum kafla í lokafjórðungnum og skorðai þá m.a. 7 stig í röð)
Sævar Freyr 17 stig
Andri Þór 10 stig (fjölmörg fráköst og sterkur í teignum)
Andri Dan 10 stig (frákastaði einnig vel og var sterkur)
Hafliði Már 8 stig
Siggi Viggi 8 stig
Kristján 5 stig
Næsti leikur í drengjanna verður gegn taplausu liði Njarðvíkinga þriðjudaginn 8. febrúar og fer hann fram í Ljónagryfjunni kl. 20.00