Af leikmannamálum körfunar
Leikmannamál okkar ættu að fara skýrast á næstu vikum en verið er að skoða nokkra leikmenn. Denis Ikovlev sem hafði samþykkt tilboð okkar ákvað á síðustu stundu að spila heldur í Póllandi í vetur, nokkur vonbrigði það. Vonandi getum við fært ykkur fréttir af leikmannamálum karlaliðsins fljótlega.
Leikmannmál hjá stelpunum eru í góðum farvegi og hafa þær Pálina og Lóa Dís bæst í sterkan leikmannahóp Keflavíkurliðsins. Kesha Watson kemur svo til landsins 1. september ( Ljósanótt ) og þá ætti hópurinn að vera fullskipaður.
Kesha var með 23. stig í leik í deildinni í vetur.