Fréttir

Körfubolti | 19. janúar 2006

Af rútuferðum

Nokkuð hefur verið rætt um hvort fríar sætaferðir verði í boði á leik Keflavíkur og Skallagríms sem fram fer í Borgarnesi í kvöld. Virðist sem margir stuðnigsmenn Keflavíkur langi að fylgja liðinu eftir upp í Borgarnes en leikurinn er í  13 umferð Iceland Express-deildarinnar og er Keflavík á toppnum með 20 stig ásamt Njarðvík.  Sætaferðir hafa verið í boði á leiki í úrslitakeppninni síðustu ár og margir nýtt sér þær ferðir td í leiki á móti Snæfelli í úrslitum á síðasta tímabili.

Það er mjög skiljanlegt að mörgum langi að komast á leikinn en það er ekki talið raunhæft að bjóða upp á slíkar ferðir á deildarleik þar sem slíkar ferðir kosta talsvert. Slíkt hefur verið reynt og hefur ekki gengið upp því miður. Rútuferðir verða mjög líklega í boði þegar stærri leikir td úrslitakeppni hefst.

Margir ætla þó að mæta á leikinn í kvöld á einkabílum.