Áfram í bikar
Unglingaflokkur karla heimsótti KR í DHL-höllina í gærkvöldi 12.jan., en leikið var kl. 21:00. Þessi lið léku s.l. miðvikudag, hér heima á Íslandsmótinu, og lauk þeim leik með þægilegum sigri okkar drengja. Það breyttist ekki í gær. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 12-24 og í hálfleik var munurinn svipaður, eða 35-50. Munurinn hélt síðan áfram að aukast jafnt og þétt og lauk.leiknum með okkar sigri 71-100 þar sem að Jói Finns. smellti þristi við lokaflaut leikklukkunar og kom okkur í 100 stigin. Þessi leikur verður seint færður til bókar sem grófur leikur, en við tókum aðeins sex víti í öllum leiknum. Liðið er því komið í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni.
Lið okkar í þessum leik vara þannig skipað:
Garðar Arnarson '88, Almar S.Guðbrandsson '90, þröstur Jóhannsson '89, Jóhann Finnsson '88, Eyþór Pétursson '88, Axel Margeirsson '88, Guðmundur A. Gunnarsson '90, Bjarni Rúnarsson '89, Hörður Vilhjálmsson '88, Elvar Sigurjónsson '88, Páll H. Kristinsson '88 og Sigurður Þorsteinsson '88.
Stigaskor okkar leikmanna:
Þröstur 11, Jóhann 3, Eyþór 6, Axel 8, Hörður 22, Elvar 8, Páll 12, Siggi Þ. 30
Aðrir náðu ekki að skora.
Vítanýting liðsins 6/6 og settum við 7 þrista í leiknum, þar af Hörður 4.
Almar, Guðmundur og Alfreð voru hvíldir í þessum leik vegna stórleiks í kvöld í Borgarnesi í drengjaflokknum.
Áfram Keflavik