Aftur á beinu brautina með góðum sigri á Tindastól. Tölfræði
Keflavík sigraði í kvöld Tindastól 106-85 í 20. umferð Iceland Express-deildar karla. Staðan í hálfleik var 54-32.
Tölfræði leiksins i pdf. Efstir á ýmsum sviðum.
Allt annað var að sjá til liðsins í kvöld og greinilegt að allir leikmenn liðsins voru klárir í slaginn. Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta og var B.A funheitur með 12. stig að honum loknum. Hraðinn í leiknum var fínn og bæði lið að hitta vel. Staðan eftir leikhlutann, 25-24.
Keflavík byrjaði 2. leikhlutan af miklum krafti og með frábæri vörn. Gestirnir áttu í mesta basli og virtust hálf ráðlausir enda Keflavíkurliðið að berjast af krafti. Strákarnir skoruðu fyrstu 14. stig hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 25-24 í 39-24 og voru Susnjara og B.A atkvæða miklir á þessum kafla. Arnar Freyr mataði liðsfélaga sína af frábærum sendingum og Jonni barðist vel í vörninni. Staðan í halfleik 54-32 og B.A komin með 18. stig og Susnjara 12 stig og 11. fráköst.
Strákarnir voru heldur værukærir í 3. leikhluta því flestir áhorfendur bjuggust við stlátrun. Kiddi Friðriks. þjálfari hafði greinlega náð að hressa sína menn við í leikhléinu. Tommy sem hafði átt arfaslakan dag gegn Hamar átti áfram í vandræðum fyrir utan en klárað vel sín færi inní teigum. Hann virtist fá aukið sjálftraust þegar leið á leikinn og var að finna sig betur og betur. Staðan eftir 3. leikhluta 75-59
Hikstið hélt áfram og gestirnir náðu að minnka forusta niður í 11. stig, 77-66 þegar 3. mínutur voru liðnar af loka leikhlutanum. Í stöðunni 87-77 hrukku strákarnir aftur í gang með góðum 14-3 stiga kafla. Tommy var mjög góður á þessum ásamt Magga en þeir félagar skoruðu 15 stig í leikhlutanum. Litlu munaði þó að Jonni hafi yfirgefið völlinn með 5. villur fjótlega og Susnjara stuttu síðar, báðir fyrir litlar sakir. Keflavíkurliðið hefur á að skipa góðri breitt sem á eftir að koma sér vel í úrslitakeppninni sem framundan er. Allir 12. leikmenn liðsins komu við sögu í leiknum og aðeins Gauti komst ekki á blað. Villi átti fína innkomu af bekknum og átti tilþrif leiksins þegar hann skoraði af miklu harðfylgi eftir að brotið var hressilega á honum í fyrrihálfleik.
Gott að sjá liðið rífa sig upp eftir slysið í Hveragerði fyrir tæpri viku. Nú er enda rétti tíminn því framundan er bara gaman, 2. leikir í deild sem báðir þurfa að vinnast og í beinu framhaldi æsileg úrslitakeppni, eitthvað sem við öll bíðum spennt eftir. Mikilvægt er að stuðningsmenn fylgi liðinu eftir nú sem áður því getan í þessu liði er svo sannalega til staðar fyrir góða hluti. Á föstudaginn næsta rennum við okkur í gegnum göngin, fáum okkur borgara í Hyrnunni og styðjum strákana til góðar hluta gegn Skallagrím.
Allt liðið átti fínan leik í kvöld. Tommy, B.A, Maggi, Addi og Susnjara þó bestir. Stigahæstur var, B.A með 27 .stig ( 4/7 í þriggja ), Tommy 25. stig og 9 fráköst, Maggi 16. stig, Susnjara 12.stig og 13. fráköst, Jonni 7. stig, Þröstur 6. stig, Villi 5.stig, Siggi 3. stig, Sigfús 2. stig og Axel 1. stig. Arnar var með 2. stig og 10. stoðsendingar og margar af dýrari gerðinni.
Arnar Freyr átti góðan leik í kvöld. mynd gilsi@vf.is