Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 14. júlí 2006

Ágóðaleikurinn hjá stelpunum tókst mjög vel

Meðfylgjandi eru myndir frá Ágóðaleik sem fór fram á Ásvöllum þann 11. júlí. Þar léku stúlkurnar í U-18 og U-16 landsliðum Íslands leik til fjáröflunar vegna utanfarar þessara liða. Þessi lið eru, ásamt piltalandsliðum Íslands eru á leið á Evrópumót sem haldin eru víðsvegar um Evrópu nú seinni hluta júlí. Leikurinn tókst vel og var öllum sem komu á leikinn boðið í mat af leik loknum. Myndaðist mjög góð stemning en þess skal getið að hugmyndin og framkvæmd leiksins var kominn frá stúlkunum sjálfum. Stemmingin var frábær og vonandi verður þessi hugmynd notuð aftur í framtíðinni.

 

Myndirnar eru af leikmönnum Keflavíkur í U-18 hópnum og U-18 og U-16 landsliðunum ásamt þjálfurum sem tóku þátt í leiknum. Þess skal getið að a.m.k tvær af leikmönnum U-16 eiga ættir að rekja til Keflavíkur.   

 

Myndirnar tók okkar maður Þorgrímur St. Árnason.