Áhugalausir Keflvíkingar töpuðu í Grindavík
Keflavík tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu en fyrir leikinn var liðið ósigrað í fyrstu 10. leikjum tímabilsins.
Það var ljóst í hvert stefndi strax í byrjun leiks því eftir 5. mínutur var staðan 20-11 og Tommy búinn að krækja sér í 2. Villur. Keflavík er búið að vera í löngu fríi og enn lengra er síðan liðið hefur spilað alvöru leik ( 3. vikur frá síðasta leik ). Greinilegt var að aðeins voru nokkrir dagar síðan heimamenn spiluðu alvöru leik því þeir töpuðu fyrir Njarðvík á sama stað 28. des. Staðan efir fyrsta leikhluta 34-17 og villurnar voru okku einnig í óhag eða 9-3. Ekker flæði var í leiknum og Grindavíkingar eyddu miklum tíma á vítalínunni nokkuð sem áhorfendur bæði heima í stofu sem í húsinu eru ekki hrifnir af.
Áfram hélt klaufagangurinn í öðrum leikhluta og fáranlega mikið af töpuðum boltum. Keflavík byrjaði þó leikhutan sæmilega og minnkaði munin niður í 13 stig þegar 3. voru liðnar. En alltaf þegar einhver von var á að liðið myndi mæta af alvöru í leikinn, tapaðist boltinn í næstu sókn og Grindavík svaraði. Í raun skoraði liðið aldrei nema 4. stig í röð því vörnin var ekki til staðar. Staðan í hálfleik 51-36 og misvægið í villum ótrúlega mikið miðað við fasta vörn heimamanna.
Þriðji leikhluti var eins og hinir og áfram hélt Grindavík að auka forustuna og ekkert að gerast hjá okkar mönnum. Þeir einu sem virtust berjast af einhverjum krafti voru þeir Þröstur og Siggi.
Loka leikhlutinn var bara formsatriði og fengu yngri leikmenn að spreyta sig. Athygli vakti að Friðrik þjálfari sá ekki ástæðu til að leyfa strákunum á bekknum að koma að klára leikinn og kannski langði honum að kvitta fyrir 25. stiga tapið í Keflavík fyrr í vetur.
Leikur sem mun gleymast sem fyrst enda leiðinlegsti og lélegasti leikur vetrarins. Maður átti þó alls ekki von á að liðið færi í gegnum tímabilð án þess að tapa og kannski var þetta ágætis dagur til þess. Næstu leikir verða erfiðir og byrja á föstudaginn eftir vikur þegar Snæfell mætir í Keflavík. Þá þurfa allir leikmenn liðsins að sanna sig að nýju enda flestir arfaslakir í þessum leik. Vænta má að það verði mikið um skotæfingar í Keflavík á næstu dögum því mönum var fyrirmunað að koma boltanum í körfuna. ( 11 % þriggja stiganýtting!!!!!!!!!!! )
Bestu menn Keflavíkur Susjnara, Þröstur og Siggi , aðrir léku langt langt undir getu. Dómarar leiksins hafa einnig báðir oft dæmt betur og stemmingin var steindauð á leiknum hjá bæðu liðum. Stuðningsmenn verða að gera betur, mæta á leikina og láta í sér heyra. Áfram Keflavík.
Stigahæstur Susjnara 14. stig, Þröstur 11. stig og Siggi og B.A 10. stig hvor.