Áhugaleysi í Njarðvík
Keflavík tapaði fyrir Njarðvík í Iceland Express-deildinni í gær, 86-72 eftir að hafa verið undir í hálfleik 50-42. Þriðji leikhluti liðsins var sennilega sá lélegasti frá upphafi en liðið skoraði aðeins 9. stig!!! í þeim leikhluta. Á þessum leikkafla fékk liðið á sig tvær tæknivillur frá dómaraparinu Eggerti og Röngvaldi sem voru ekki komnir í jólaskapið, og áttu slæman dag rétt eins og Keflavíkurliðið.
Tim Ellis skoraði 23 stig aðrir gátu lítið, nema þá helst Þröstur 7 stig og 5 fráköst á 11 mín.