AJ dæmdur í þriggja leikja bann
Aganefnd KKÍ dæmdi A.J. Moye leikmann Keflavíkur í Iceland Express-deildinni í þriggja leikja bann á fundi sínum í dag. Bannið tekur gildi á hádegi nk. föstudag 6. janúar.
Aganefnd barst kæra frá UMFN vegna olbogaskots Moye í andlit Jeb Ivey leikmanns UMFN í leik liðanna þann 30. desember sl. ásamt myndbandi af atvikinu. Dómarar leiksins sáu ekki umrætt atvik. Tekið af kk.is
Harður dómur, það er nokkuð ljóst. AJ mun samt spila leikinn við ÍR á fimmtudag, en missir af frestuðum leikjum við Hött og Hamar/Selfoss. Hann missir líka af bikarleik við Tindastól á Sauðarkróki 8 jan. Hann verður því ekki orðinn löglegur aftur fyrir en 19 jan. þegar við mætum Skallagrím í Borgarnesi.
Svona lítur leikjaplanið út í janúar:
Fim. 5.jan.2006. 19.15 Keflavík Keflavík - ÍR
Sun. 8.jan.2006 Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Keflavík AJ í banni
Þri. 10. jan.2006 19.15 Egilsstaðir Höttur- Keflavík AJ í banni
Fim.12. jan.2006 19.15 Keflavík Keflavík - Hamar/Selfoss AJ í banni
Fim. 19.jan.2006 kl 19.15 Borgarnes Skallagrímur - Keflavík
Fim. 26.jan.2006 kl 19.15 Keflavík Keflavík - Snæfell
Sun. 29.jan.2006 kl 19.15 DHL-Höllin KR - Keflavík