Fréttir

Körfubolti | 14. janúar 2006

AJ maður leiksins í stjörnuleik kki

Okkar maður AJ Moye var valinn maður leiksins í árlegum stjörnuleik kki sem haldinn var í DHL höllinni, heimavelli KR-inga í dag. Erlendu úrvalsliðin unnu bæði í karla og kvenna flokki með nokkrum mun. AJ skoraði 21 stig og var með 8 stoðsendingar. AJ átti nokkrar skemmtilegar troðslur í leiknum og tók einnig þátt í troðslukeppninni í hálfleik, en Valsarinn Richmond Pittman hafði betur í henni.


Lakiste Barkus skoraði 23 stig, tók 9 fráköst, 6 stoðsendingar, hitti 5 af 8 þriggja stiga skotum og sigraði í þriggja stiga keppni kvenna.  Barkus var stigahæst kvenna en Meagan Mahoney var valin best í leiknum.

Umfjöllun_á_kki.is

Umfjöllun_á_vf.is

Umfjöllun_á_karfan.is

Stjörnuleikur_karla.  Tölfræði

Stjörnuleikur_kvenna.  Tölfræði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

AJ treður á troðslukeppninni.  Mynd af vf.is