AJ Moye farinn heim
AJ Moye átti frábært tímabil með okkur í vetur, 29 stig og 10 fráköst í deildinni og sama í úrslitakeppninni. AJ var einnig á toppum í Eurocup Challange, 25.8 og 10.2 fráköst í leik. Frábær strákur þar á ferð bæði innan vallar sem utan. AJ líkaði mjög vel hér í Keflavík og hver veit nema hann eigi eftir að leika með okkur aftur.
LA Barkus heldur heim á páskadag og Vlad Boer á miðvikudaginn.
Lokahóf KKÍ verður haldið 21 apríl og ársþingið 6-7 maí en að þessu sinni verður það haldið í Rimaskóla í Reykjavík.
Dagsetning á lokahófinu okkar verður auglýst síðar.