Fréttir

Körfubolti | 22. apríl 2006

AJ Moye valinn bestur á lokahófi KKÍ

AJ Moye var valinn besti erlendi leikmaður á lokahófi KKÍ sem haldið er nú í kvöld föstudag. AJ var stigahæstur í Iceland Express-deildinni með 28.9 stig og 10 fráköst. AJ var með sama stigaskor í úrslitakeppninni og var með 26 stig að meðaltali í Evrópukeppninni. Keflavík átti líka 3. fulltrúa í Úrvalsliði Iceland Express-deildar þau Magnús Þór Gunnarsson, Maríu Ben Erlingsdóttur og Birnu Valgarðsdóttur en María var einnig valin efnilegust.

Eftirfarandi verðlaun voru annas svona:

Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-d. kv. María Ben Erlingsdóttir Keflavík

Flestir stolnir boltar í Iceland Express-deild kvenna Reshea Bristol Keflavík 7,8

Flestar stoðsendingar í Iceland Express-deild kvenna Reshea Bristol Keflavík 7,8

Flest stig í Iceland Express-deild karla A.J. Moye Keflavík 28,9

Besti erl. leikm. í Iceland Express-deild karla A.J. Moye Keflavík


Úrvalslið lið Iceland Express-deildar kv. Hildur Sigurðardóttir UMFG
Helena Sverrisdóttir Haukar
Birna Valgarðsdóttir Keflavík
María Ben Erlingsdóttir Keflavík
Signý Hermannsdóttir ÍS

Úrvalslið Iceland Express-deild karla Magnús Þór Gunnarsson Keflavík
Páll Axel Vilbergsson UMFG
I. Magni Hafsteinsson Snæfell
Fannar Ólafsson KR
Friðrik Stefánsson UMFN