AJ og Derrick að gera góða hluti í Þýskalandi
AJ. Moye sem átti frábært tímabil með okkur 2005-2006 ( 28.9 stig í deild ) spilar með Tuebingen í þýsku Bundesliga sér efsta deildinn þar í landi. AJ. spilaði einnig með liðinu í fyrra en þeir eru nú 12. sæti af 18. liðum í deildinni með sigurhlutfallið 8/12. AJ hefur verið að spila vel rétt eins og á síðasta tímabili og er með 15. stig og 4. fráköst í leik.
Upplýsingar um AJ á Tuebingen heimasíðunni.
Annar fyrrum leikmaður okkar Derrick Allen sem spilaði með okkur 2003-2004 ( 23.4 stig í deild ) spilar í ár með Skyliner frá Frankfurt í sömu deild. Derrick átti frábært tímabil í fyrra en þá leik hann með Leverkusen og var með 16.5 stig og 7.3 fráköst í leik. Derrick hefur verið yfirburðarmaður með Skyliner í vetur og er með 23. stig og tæp 10 fráköst í leik en liðið er sem stendur í 9. sæti með sigurhlutfallið 10/8
Hér má skoða uppl. um Derrick á Skylinersíðunnni.
Fyrrum leikmaður Njarðvíkur Brandon Woudstra leikur einnig í Bundesliga með liðinu Ludswigburg og er með 14. stig í leik
Sagt var frá því á karfan.is að Damon Johnson hefur skipt um lið í spænsku B-deildinni eftir að hann fór í verkfall hjá Huelva, gamla liði sínu.
Liðið skuldaði honum og öðrum leikmönnum laun og ákvað Damon að hann myndi ekki spila með liðinu þar til hann fengi borgað. Það var síðan niðurstaðan að hann færi frá liðinu.
Nýja liðið heitir Alerta Cantabria og er í þrettánda sæti deildarinnar. Huelva er í því fimmta. Damon er þegar gjaldgengur með nýja liðinu og gæti spilað með því um helgina.
Keflavíkurliðið á Eurobasket